Útgarður [English translation]

Songs   2024-12-01 16:11:27

Útgarður [English translation]

Ró yfir röstum

Ró yfir þröstum

Ró yfir höllum

Ró yfir gjöllum

Ró yfir töngum

Ró yfir dröngum

Ró yfir hjöllum

Ró yfir stöllum

Vöknum seint og sjáum

Sól á himni bláum

Ef að líkum lætur

Leggjum við upp í ferðalag

Föngum ferðalanga

Fyllum maga svanga

Leggjumst sæl og síðan

Sofum við fram á næsta dag

Ró yfir jötnum

Ró yfir vötnum

Ró yfir fjöllum

Ró yfir völlum

Ró yfir stjörnum

Ró yfir börnum

Ró yfir tröllum

Ró yfir öllum

Förum seint að sofa

Sátt í okkar kofa

Þó að veður versni

Vöknum alls ekki fyrir því

Þar í hrúgu hrjóta

Hávær börn til fóta

þau skal ekkert angra

æsir, menn eða skúraský

Veggir Útgarðs verja

Vopnin okkar merja

Bæði hjálm og höfuð

Herfylkinga í vígahug

Það er gott og gaman

Grey að drepa saman

Þegar birtu bregður

Bjargast þeir sem að sýna dug

(Útgarða- brött er Loka leið

Liggur um vötn og sveitir

Hefur þar kött og Hugaskeið

Hér sofa jötnar feitir.)

Látum kylfur kremja

Kinnbein sundur lemja

Drekkum mjöð og mungát

Meðan höfum við nokkurn þrótt

Síðan brjótum beinin

Berjum þeim við steininn

Svo við dans og drykkju

Dugum við fram á rauðanótt

Vöknum seint og sjáum

Sól á himni bláum

Ef að líkum lætur

Leggjum við upp í ferðalag

Föngum ferðalanga

Fyllum maga svanga

Leggjumst sæl og síðan

Sofum við fram á næsta dag

See more
Skálmöld more
  • country:Iceland
  • Languages:Icelandic, English
  • Genre:Metal
  • Official site:http://www.skalmold.is/
  • Wiki:http://en.wikipedia.org/wiki/Skálmöld
Skálmöld Lyrics more
Excellent Songs recommendation
Popular Songs
Copyright 2023-2024 - www.lyricf.com All Rights Reserved