Sem eldur, í víti [Hellfire] lyrics
Sem eldur, í víti [Hellfire] lyrics
Ó, blessuð María
mig réttlátan í raun þú veist
ég réttilega stoltur er af því
Ó, blessuð María
engan betri annan leist
ég aldrei var sem etta hyski og þý
Því seg mér, María
hví sé ég hana dansa hér?
hvíla á mér augu hennar myrk
Ég hitna, ég kikna
þá sólin svarta lokka sker
og sál mín glatar öllum fyrri styrk.
Sem eldur, í víti
mér heyrir brátt sú mynd,
þótt undan ég líti
hér brenn ég nú í synd.
Ei mín er sök
ég saklaus er
því Satans drósin vítisloga að mér ber.
Ei mín er sök
þótt sjálfur Guð
her Satans hafi skapað slíkan ófögnuð!
Mig verðu, María
svo verði ég ei hennar bráð
ei láttu hana brenna mína sál
nú brenn Esmeralda!
sem mig logum hegur hrjáð
þar fæ ég þig aleinn er funar bál.
Í eldi, í víti
skal veina dræsan sú
mig veldu, í flýti
því annars brennur þú!!
Gefist henni Guðs náð
Guðs náð veitist og mér
henni skal ná eða
hún deyr nú!!!