Því ég er frjáls [You can't take me] [English translation]
Því ég er frjáls [You can't take me] [English translation]
Þótt kúgaður í svipinn sé
Þá kemur enginn mér á kné
Og ég verst, og ég verst
Því hér er eitthvað illt að ske
Og heim ég halda vil
Ég spyrni við já sannið til
Ekkert mál ég ætla heim
Því aldrei ég gef mig fyrir þeim
Nei, mundu að útlit er ekkert að marka
Ólið mig og ég sparka
Ég mun ekki gefast, ég mun ekki gefast upp nei
Þú beislaðir storma og bindur í tjóður
En berðu mig, þú ert óður
Ég mun ekki gefast, ég mun ekki gefast upp nei nei
Því ég er frjáls, já frjáls
Því henti þetta slys?
Því er allt farið úrskeiðis?
Ólar aftra mér
Ég ætti alls ekki að vera hér
Ég berjast verð og berjast skal
Ég berst því ég á ekkert val
Burt ég fer, það ég sver
En gættu að þér ef þú ert fyrir mér
Ó, reyndu!
Nei, mundu að útlit er ekkert að marka
Ólið mig og ég sparka
Ég mun ekki gefast, ég mun ekki gefast upp nei
Þú beislaðir storma og bindur í tjóður
En berðu mig, þú ert óður
Ég mun ekki gefast, ég mun ekki gefast upp nei nei
Því ég er frjáls, já frjáls
Ó, já frjáls