Skammarsöngur Soffíu Frænku [Kardemommubærinn] [German translation]

Songs   2024-12-28 13:42:56

Skammarsöngur Soffíu Frænku [Kardemommubærinn] [German translation]

Ja fussum svei, ja fussum svei,

mig furðar þetta rót.

Í hverju skoti skúm og ryk

og skran og rusl og dót,

en Jesper skal nú skítinn þvo

og skrapa óhroðan

og hann má því næst hlaupa út

að hjálpa Jónatan.

En Kasper brenni kurla skal

og kynda eldinn vel,

af heitu vatni hafa nóg

ég heldur betur tel.

Því Jesper bæði og Jónatan

senn ég í baðið rek

og vilji þeir ei vatnið í

með valdi þá ég tek.

Því andlit þeirra eru svört,

já eins og moldarflag,

og kraftaverk það kalla má

að koma þeim í lag.

Ef sápa ekki segir neitt

ég sandpappír mér fæ

og skrapa þá og skúra fast

uns skítnum burt ég næ.

See more
Thorbjørn Egner more
  • country:Norway
  • Languages:Norwegian, Icelandic
  • Genre:Children's Music
  • Official site:
  • Wiki:
Thorbjørn Egner Lyrics more
Excellent Songs recommendation
Popular Songs
Copyright 2023-2024 - www.lyricf.com All Rights Reserved